Gengi krónunnar hefur styrkst um 0,8% í dag en gengisvísitalan var 156,60 stig við upphaf viðskipta. Hún er nú 155,35 stig. Gengi Bandaríkjadals er 77,12 krónur, pundið 152,95 krónur og evran 121,12 krónur. Veltan á millibankamarkaði er komin í 35,3 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Landsbankans.