Gengi krónunnar hefur styrkst um 0,73% það sem af er degi og er veltan komin í 10,4 milljarða króna á millibankamarkaði, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis. Gengisvísitalan var í 156,60 stigum við upphaf viðskipta en er nú 155,45 stig. Gengi Bandaríkjadals er 77,20 krónur, pundið er 153 krónur og evran 121,20 krónur.