Breski prófessorinn Robert Wade hafði mjög rangt fyrir sér í grein sem hann skrifaði um íslenskt efnahagslíf í Financial Times fyrr í þessari viku. Þessu halda þeir Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, og Richard Porter, prófessor við London Business School, fram í grein í Financial Times í gær.
Í greininni rekja þeir Friðrik og Porter það sem þeir segja aðfinnsluvert við fullyrðingar Wades. Í lok greinarinnar segja þeir að hluti af skrifum Wades sé á pólitískum nótum. Þá gagnrýna þeir hann fyrir að fara frjálslega með tölfræðilegar upplýsingar. Það sé óviðeigandi við þær viðkvæmu aðstæður sem nú séu á fjármálamörkuðum. gretar@mbl.is