Þrjú lönd af tíu hafa tekið upp evru

Evrur.
Evrur. Reuters

Af tíu ríkjum sem gengu í Evrópusambandið árið 2004 settu sjö ríki sér strax það markmið að taka upp evruna. Síðan þá hefur þremur ríkjum tekist að uppfylla nauðsynleg skilyrði til upptöku evru sem gjaldmiðils. Það eru Slóvenía, Kýpur og Malta.

Tilkynnt var 7. maí sl. að Slóvakía myndi taka upp evruna 1. janúar 2009. Eistlandi, Lettlandi og Litháen hefur ekki tekist að uppfylla skilyrðin. Pólland, Tékkland og Ungverjaland hafa viljað bíða þar sem aðstæður í efnahagslífinu hafa ekki staðist þær kröfur sem gerðar eru.

Miklar gengissveiflur krónunnar, aukin verðbólga og minni fjármálastöðugleiki hefur undanfarið ýtt undir þá skoðun að Ísland þurfi að taka upp evru og kasta krónunni. Það er þá nefnt sem ein helsta ástæða fyrir inngöngu í Evrópusambandið, sem er skilyrði evruaðildar. Flestir átta sig á að þetta leysir ekki núverandi vanda í íslensku efnahagslífi.

Jón Daníelsson, dósent við London School of Economics, sagði í fyrirlestri í Háskóla Íslands í síðasta mánuði að það gæti tekið tíu ár að taka upp annan gjaldmiðil hér á landi. Slíkt yrði ekki gert á morgun. Fyrst yrðum við að taka skellinn og aðlaga gengi krónunnar nýja gjaldmiðlinum. Það yrði ekki sársaukalaust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK