Þrjú lönd af tíu hafa tekið upp evru

Evrur.
Evrur. Reuters

Af tíu ríkj­um sem gengu í Evr­ópu­sam­bandið árið 2004 settu sjö ríki sér strax það mark­mið að taka upp evr­una. Síðan þá hef­ur þrem­ur ríkj­um tek­ist að upp­fylla nauðsyn­leg skil­yrði til upp­töku evru sem gjald­miðils. Það eru Slóven­ía, Kýp­ur og Malta.

Til­kynnt var 7. maí sl. að Slóvakía myndi taka upp evr­una 1. janú­ar 2009. Eistlandi, Lett­landi og Lit­há­en hef­ur ekki tek­ist að upp­fylla skil­yrðin. Pól­land, Tékk­land og Ung­verja­land hafa viljað bíða þar sem aðstæður í efna­hags­líf­inu hafa ekki staðist þær kröf­ur sem gerðar eru.

Mikl­ar geng­is­sveifl­ur krón­unn­ar, auk­in verðbólga og minni fjár­mála­stöðug­leiki hef­ur und­an­farið ýtt und­ir þá skoðun að Ísland þurfi að taka upp evru og kasta krón­unni. Það er þá nefnt sem ein helsta ástæða fyr­ir inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið, sem er skil­yrði evruaðild­ar. Flest­ir átta sig á að þetta leys­ir ekki nú­ver­andi vanda í ís­lensku efna­hags­lífi.

Jón Daní­els­son, dós­ent við London School of Economics, sagði í fyr­ir­lestri í Há­skóla Íslands í síðasta mánuði að það gæti tekið tíu ár að taka upp ann­an gjald­miðil hér á landi. Slíkt yrði ekki gert á morg­un. Fyrst yrðum við að taka skell­inn og aðlaga gengi krón­unn­ar nýja gjald­miðlin­um. Það yrði ekki sárs­auka­laust.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK