Lánaumsóknum fjölgar

Umsóknir um íbúðalán jukust aðra vikuna í röð í Bandaríkjunum, samkvæmt Vegvísi greiningardeildar Landsbankans. Umsóknir jukust um 7,5% í síðustu viku frá vikunni áður.

„Húsnæðisverð í Bandaríkjunum hefur fallið mikið undanfarið og er fasteignaverð nú viðráðanlegra fyrir þá sem standast greiðslumat, sumir vænta þess þó að verð falli enn frekar. Hærri vextir af íbúðalánum og offramboð óseldra heimila gefa þó til kynna að krísunni á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum sé engan veginn lokið,“ segir í Vegvísinum.

Er þar jafnframt bent á að meðalvextir á íbúðaláni til 30 ára séu nú 6,43% en voru 6,33% fyrir viku samkvæmt fréttaveitunni Bloomberg.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK