Verkefni GGE munu verða færri og stærri

Ásgeir Margeirsson forstjóri GGE, Adam Wolfensohn og Ólafur Jóhann Ólafsson, …
Ásgeir Margeirsson forstjóri GGE, Adam Wolfensohn og Ólafur Jóhann Ólafsson, stjórnarformaður GGE. Geysir Green Energy

Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son, rit­höf­und­ur og aðstoðarfor­stjóri Time Warner-fjöl­miðlasam­steyp­unn­ar, er nýr hlut­hafi í Geys­ir Green Energy og hann var kjör­inn stjórn­ar­formaður fé­lags­ins á hlut­hafa­fundi í gær.

Ólaf­ur Jó­hann sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær að ný stjórn væri sam­mála því að fé­lagið myndi í framtíðinni ein­beita sér að færri og stærri verk­efn­um.

„Við mun­um frem­ur verða ráðandi í þeim verk­efn­um sem við ráðumst í og geta þannig bet­ur hlúð að því sem við eig­um,“ sagði Ólaf­ur Jó­hann.

Á fjór­um markaðssvæðum

„Í Þýskalandi er fyr­ir­tækið byrjað að bora eft­ir heitu vatni. Þar er fyr­ir­tækið með frek­ari leyfi til bor­ana og verk­efn­astaðan lít­ur mjög vel út því orku­verð í Þýskalandi er mjög hátt og markaður fyr­ir græna orku er því mjög væn­leg­ur í því landi,“ sagði Ólaf­ur Jó­hann.

Hann bind­ur einnig mikl­ar von­ir við sam­starfs­verk­efni GGE við kín­verska stór­fyr­ir­tækið Signopec um bygg­ingu hita­veitna í Kína.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK