16 milljarða útboð ríkisbréfa í júlí

Næsta mánaðarlega útboð ríkisbréfa fer fram 24.júlí næstkomandi. Þá verður tekið við tilboðum fyrir samtals 16 milljarða króna í tvo flokka ríkisbréfa.

Boðnir verða út tíu milljarðar í RIKB 09, og er það hluti af viðbótarútgáfu ríkisbréfa sem tilkynnt var 19.júní sl. Í ágúst og september verða svo boðnir út tíu og fimm milljarðar í þeim flokki.

Þá verða boðnir út sex milljarðar í RIKB 19 nú í júlí, með það að markmiði að stækka flokkinn upp í 35 milljarða.

Það sem eftir lifir árs verða boðnir út 68 milljarðar í fjórum flokkum ríkisbréfa. 50 milljarðar af því eru hluti af fyrrnefndri viðbótarútgáfu í flokkunum RIKB 08, RIKB 09 og RIKB 10. Stefnt er að því að þeim útboðum ljúki á næstu fjórum mánuðum.

Í nóvember og desember verða svo boðnir út 12 milljarðar í nýjum flokki ríkisbréfa til tveggja ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK