Sterling lággjaldaflugfélagið stendur frammi fyrir því að þurfa að segja upp hundrað starfsmönnum, en á þriðjudag rann út frestur fyrir starfsmenn að ganga frá starfslokasamning við félagið. Hundrað manns gerðu slíkan samning, en í Berlingske Tidende segir að þar sem markmið stjórnenda Sterling hafi verið að fækka starfsmönnum um 200 séu fjöldauppsagnir framundan og staðfestir einn framkvæmdastjóra fyrirtækisins það.