IndyMac gjaldþrota

Maður sést hér ganga fram hjá höfuðstöðvum IndyMac í Pasadena …
Maður sést hér ganga fram hjá höfuðstöðvum IndyMac í Pasadena í Kaliforníu. Reuters

In­dyMac, sem er einn stærsti íbúðalána­sjóður Banda­ríkj­anna, er að hruni kom­inn af völd­um láns­fjár­krepp­unn­ar, en sjóður­inn hef­ur aðset­ur sitt í Kali­forn­íu.

Banda­rísk yf­ir­völd hafa yf­ir­tekið eig­ur bank­ans af ótta við að spari­fjár­eig­end­ur komi að tóm­um kof­an­um vegna gjaldþrots­ins.

Fram kem­ur á frétta­vef BBC að þetta er næst stærsta fjár­mála­stofn­un­in í sögu Banda­ríkj­anna sem fer á haus­inn.

Í gær féllu hluta­bréf í tveim­ur stærstu íbúðalána­sjóðum Banda­ríkj­anna, Freddie Mac og Fannie Mae, um 50%.

In­dyMac hafði átt í erfiðleik­um með að safna fé og halda sér á floti í Kali­forn­íu, en ríkið er eitt þeirra sem varð hvað verst úti í kjöl­far hús­næðis- og láns­fárskrepp­unn­ar.

Að sögn eft­ir­litsaðila höfðu spari­fjár­eig­end­ur tekið út fé úr bank­an­um að and­virði 1,3 millj­arða Banda­ríkja­dala und­an­farna 11 daga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK