IndyMac gjaldþrota

Maður sést hér ganga fram hjá höfuðstöðvum IndyMac í Pasadena …
Maður sést hér ganga fram hjá höfuðstöðvum IndyMac í Pasadena í Kaliforníu. Reuters

IndyMac, sem er einn stærsti íbúðalánasjóður Bandaríkjanna, er að hruni kominn af völdum lánsfjárkreppunnar, en sjóðurinn hefur aðsetur sitt í Kaliforníu.

Bandarísk yfirvöld hafa yfirtekið eigur bankans af ótta við að sparifjáreigendur komi að tómum kofanum vegna gjaldþrotsins.

Fram kemur á fréttavef BBC að þetta er næst stærsta fjármálastofnunin í sögu Bandaríkjanna sem fer á hausinn.

Í gær féllu hlutabréf í tveimur stærstu íbúðalánasjóðum Bandaríkjanna, Freddie Mac og Fannie Mae, um 50%.

IndyMac hafði átt í erfiðleikum með að safna fé og halda sér á floti í Kaliforníu, en ríkið er eitt þeirra sem varð hvað verst úti í kjölfar húsnæðis- og lánsfárskreppunnar.

Að sögn eftirlitsaðila höfðu sparifjáreigendur tekið út fé úr bankanum að andvirði 1,3 milljarða Bandaríkjadala undanfarna 11 daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka