Gengi hlutabréfa norska stórfyrirtækisins Norsk Hydro ASA lækkaði um 12% í morgun eftir að fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun og sagði útlit fyrir að hagnaður á öðrum ársfjórðungi hefði verið um 1,6 milljarðar norskra króna fyrir skatta. Á fyrsta ársfjórðungi var hagnaðurinn 2 milljarðar norskra króna.
Hydro sagði að þrátt fyrir hækkandi álverð hefði kostnaður við álframleiðslu aukist umtalsvert á tímabilinu. Þá hafi hækkandi raforkuverð í Noregi einnig haft áhrif.
Árshlutauppgjör Norsk Hydro verður birt 22. júlí.