Glitnir: Umhverfið fjandsamlegt

Efnahagsumhverfið er bönkunum fjandsamlegt, að mati Greiningar Glitnis. Í spá bankans kemur fram að afkoma bankanna muni líða fyrir ástand markaða, bæði vegna þess að gæði eigna rýrna og vegna samdráttar á mörgum helstu mörkuðum. Hins vegar verði lánsfjárkrísan ekki nógu djúp eða langvarandi til að raska fjárhagslegum stöðugleika bankanna.

Takmarkað aðgengi að lánsfé og þar með hverfandi innstreymi af erlendum gjaldeyri kemur einkum fram í þremur þáttum að mati Glitnis.

Í fyrsta lagi hafa  sveiflur í gengi krónunnar mikil áhrif á efnahagsreikning bankanna og þar með eigið fé þeirra og afkomu.

Í annan stað hefur skortur á erlendu fjármagni þurrkað upp gjaldeyrisskiptamarkaðinn og hækkað fjármagnskostnað.

Loks veldur gengislækkun krónunnar verðhækkunum innfluttra vara, sem leiðir til hækkunar verðtryggðra eigna.

„Bankarnir munu samtals bókfæra um 27 milljarða króna í hækkun verðtryggðra eigna umfram skuldir á öðrum fjórðungi ársins 2008.“

Greining Glitnis segir að ótrúverðugleiki Seðlabankans sem lánveitanda til þrautavara sé einkar óheppileg staðreynd. Mikilvægt sé að bönkunum verði heimilt að gera upp í erlendri mynt og skrá hlutafé sitt í sömu mynt. Þetta muni draga úr áhættu þeirra til handa erlendra fjárfesta.

Bent er á að uppbygging bankanna hafi verið hröð, en hlutfallsleg eignasamsetning þeirra sé í takti við það sem þekkist hjá öðrum norrænum bönkum. Þá sé hlutfallsleg endurgreiðslubyrði á árunum 2008-2009 í takti við meðaltalið. Hættan á greiðslufalli bankanna er talin óveruleg. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK