Milljón iPhone á þremur dögum

IPhone frá Apple.
IPhone frá Apple. Reuters

Apple seldi eina milljón eintaka af iPhone símum á þremur dögum, en sala a nýrri gerð símans hófst á föstudaginn. Salan er tvöfalt meiri en vænst hafði verið, og hlutabréf Apple hækkuðu um 3,5% í kjölfarið.

Steve Jobs, forstjóri Apple, var að vonum ánægður með viðtökurnar, enda tók 74 daga að selja milljón eintök af fyrsta iPhone símanum. Fram kemur á fréttavef Bloomberg að í helmingi Apple búðanna í Bandaríkjunum, sem eru 187 talsins, var iPhone, símtæki með meiru, uppseldur.

Samstarfsaðili Apple meðal símafyrirtækja, AT&T, sagði iPhone uppseldan í flestum af sínum 2.000 verslunum.

Með því að selja tíu milljónir iPhone síma í ár, hyggst Steve Jobs ná einu prósenti af símamarkaðnum á heimsvísu. Næst á eftir BlackBerry var iPhone söluhæsti síminn sem sameinar internetið og aðra tölvutækni í handhægu tæki.

iPhone seldist upp víða í Evrópu, svo sem í ýmsum verslunum í Svíþjóð, Hollandi og Bretlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK