Royal Dutch Shell hefur samþykkt að kaupa kanadíska olíufélagið Duvernay Oil fyrir 5,9 milljarða Kanadadollara, 450 milljarða króna. Tilboð Shell hljóðaði upp á 83 kanadísk sent á hlut, og var samþykkt einhljóða af stjórn Duvernay.
Stjórnendur Duvernay munu selja sína hlutafjáreign í félaginu, sem nemur 18,1%, að því er fram kemur á vef Reuters.
Framleiðsla Duvernay svarar til 25.000 tunna af olíu á dag, mest af gasframleiðslu. Shell tilkynnti áætlanir um að auka framleiðsluna í 70.000 tunnur á dag fyrir árið 2012.