Deila um stöðu íslenskra efnahagsmála

Deila um stöðu íslenskra efnahagsmála er komin upp í lesendadálkum breska viðskiptablaðsins Financial Times. Í byrjun júlí andmæltu prófessorarnir Friðrik Már Baldursson og Richard Portes lýsingu nýsjálenska hagfræðiprófessorsins Roberts Wade á efnahagsmálum á Íslandi og nú hefur Wade svarað og vísar í nýja skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins máli sínu til stuðnings.

Wade, sem er prófessor við LSE í Lundúnum, var harðorður um íslenska hagstjórn í upphaflegri grein sinni. Þeir Friðrik og Portes, sem skrifuðu m.a. skýrslu um íslensk efnahagsmál fyrir nokkrum misserum, sendu bréf til FT og gagnrýndu Wade, sem svarar í dag.

Segir hann þar, að í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem kom út fyrr í júlí, sé lýst svipuðum niðurstöðum um ójafnvægi í efnahags- og peningamálum og hann hafði áður komist að.

Svarbréf Wades 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK