Fyrirtæki hagræða í rekstri

Nærri þrjú af hverjum fjórum aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa ráðist í hagræðingaraðgerðir á árinu eða hyggjast gera það. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar SA á rekstrarhorfum fyrirtækja. Tæpur helmingur fyrirtækjanna hefur haldið að sér höndum í ráðningum frá síðustu áramótum og hyggst halda óbreyttum starfsmannafjölda til áramóta.

Um þriðjungur hefur fækkað starfsfólki á árinu eða hyggst gera það, flestir um fimm starfsmenn eða færri. Rúmlega tveir þriðju fyrirtækja hafa ekki þurft að glíma við lánsfjárskort, en hjá þeim sem hafa þurft þess birtist vandinn helst í vanda við öflun lánsfjár til daglegs rekstrar.

Könnunin var rafræn og var gerð meðal aðildarfyrirtækja SA dagana 7.-11. júlí. Í tilkynningu SA segir að ljóst sé að góður meirihluti fyrirtækjanna hafi „búið vel í haginn fyrir þær þrengingar sem íslenskt atvinnulíf horfist í augu við um þessar mundir.“ Þetta lýsi almennum styrk atvinnulífsins.

Fyrirtækin í könnuninni endurspegla sjávarútveg, iðnað, byggingarstarfsemi, veitur, verslun og samgöngur, hótel og veitingahús, fjármála- og tryggingafyrirtæki. Í þessum atvinnugreinum störfuðu 92.500 manns á síðasta ári og námu launagreiðslur til þeirra rúmlega 470 milljörðum króna.

Samkvæmt könnuninni er nettófækkun starfsmanna 2,7% á árinu, eða sem svarar til 2500 færri starfa í nefndum atvinnugreinum árinu.

Launagreiðslur sem falla brott af þessum sökum nema rúmum 13 milljörðum króna, eða sem nemur 1% af vergri landsframleiðslu.

Heimasíða Samtaka atvinnulífsins

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK