Skilja við fjármálamenn

Hremmingarnar á fjármálamörkuðunum eru farnar að hafa afdrifarík áhrif á fjölskyldulíf margra fjármálamanna í Bretlandi. Talið er að framundan sé mikil aukning hjónaskilnaða innan fjármálageirans þar í landi. Er það að stórum hluta rakið til minni bónusgreiðslna vegna erfiðleikanna sem fjármálafyrirtækin hafa verið að kljást við frá því á seinni hluta síðasta árs, að því er segir í frétt í Financial Times.

Fram kemur í fréttinni að það séu mest eiginkonur karla sem eru stjórnendur á fjármálamarkaði, sem hafi farið fram á skilnað frá þeim að undanförnu eða séu að íhuga slíkt. Þeir hafi margir hverjir unnið mikið á umliðnum árum og uppskorið há laun fyrir vikið. Nú hafi hins vegar orðið breyting á því.

Meiri áhyggjur af fjárhagnum

FT

Þeir sem hafa verið í hjónabandi í þrjú til sjö ár hafa mestar áhyggjur af hugsanlegum hjónaskilnaði, samkvæmt athugun lögmannsstofunnar. Þeir sem hafa verið í hjónabandi innan við tvö ár eru hins vegar með minnstar áhyggjur af slíku. Segir í frétt FT að skýringin sé talin vera sú að annaðhvort standi hveitibrauðsdagarnir í hverju hjónabandi að jafnaði yfir í allt að þrjú ár eða makarnir hafi ekki fengið tíma til að venjast hinu ljúfa lífi sem há laun bjóða upp á.

Í hnotskurn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK