Skilja við fjármálamenn

Hremm­ing­arn­ar á fjár­mála­mörkuðunum eru farn­ar að hafa af­drifa­rík áhrif á fjöl­skyldu­líf margra fjár­mála­manna í Bretlandi. Talið er að framund­an sé mik­il aukn­ing hjóna­skilnaða inn­an fjár­mála­geir­ans þar í landi. Er það að stór­um hluta rakið til minni bón­us­greiðslna vegna erfiðleik­anna sem fjár­mála­fyr­ir­tæk­in hafa verið að kljást við frá því á seinni hluta síðasta árs, að því er seg­ir í frétt í Fin­ancial Times.

Fram kem­ur í frétt­inni að það séu mest eig­in­kon­ur karla sem eru stjórn­end­ur á fjár­mála­markaði, sem hafi farið fram á skilnað frá þeim að und­an­förnu eða séu að íhuga slíkt. Þeir hafi marg­ir hverj­ir unnið mikið á umliðnum árum og upp­skorið há laun fyr­ir vikið. Nú hafi hins veg­ar orðið breyt­ing á því.

Meiri áhyggj­ur af fjár­hagn­um

FT

Þeir sem hafa verið í hjóna­bandi í þrjú til sjö ár hafa mest­ar áhyggj­ur af hugs­an­leg­um hjóna­skilnaði, sam­kvæmt at­hug­un lög­manns­stof­unn­ar. Þeir sem hafa verið í hjóna­bandi inn­an við tvö ár eru hins veg­ar með minnst­ar áhyggj­ur af slíku. Seg­ir í frétt FT að skýr­ing­in sé tal­in vera sú að annaðhvort standi hveiti­brauðsdag­arn­ir í hverju hjóna­bandi að jafnaði yfir í allt að þrjú ár eða mak­arn­ir hafi ekki fengið tíma til að venj­ast hinu ljúfa lífi sem há laun bjóða upp á.

Í hnot­skurn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK