2.200.000% verðbólga

Hálfs milljarðs simbabvedalaseðlar eru nánast verðlausir.
Hálfs milljarðs simbabvedalaseðlar eru nánast verðlausir. Reuters

Verðbólgan í Simbabve mælist nú 2.200.000%. Þetta eru nýjustu opinberu tölurnar síðan í febrúar, þegar verðbólgan var 165.000%.
Simbabve var einu sinni eitt ríkasta land í Afríku en verg landsframleiðsla á mann er þar nú sú minnst í heiminum.

Með síauknum kostnaði neyðast seljendur til að  hækka verðlag oft á dag. Í maí  gaf seðlabankinn út 500 milljóna Simbabve dala seðil, sem jafngildir um tveimur Bandaríkjadölum, um 156 krónum. Árið 1980 var einn Simbabvedalur andvirði meira en eins Bandaríkjadals.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka