Atvinnuleysi 3,1% á öðrum fjórðungi

Á öðrum ársfjórðungi 2008 voru að meðaltali 5700 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 3,1% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 3,2% hjá körlum og 2,9% hjá konum, samkvæmt upplýsingum, sem Hagstofan birti í dag.  Samkvæmt viðmiðun Hagstofunnar mældist atvinnuleysi 3,2% á sama tímabili á síðasta ári og 2,3% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.

Atvinnulausir teljast þeir sem ekki hafa atvinnu í viðmiðunarviku könnunarinnar, eru að leita að vinnu og geta hafið störf innan tveggja vikna eða hafa fengið vinnu sem hefst innan 3 mánaða. Einstaklingar, sem eru ekki í vinnu en eru í námi, flokkast atvinnulausir ef þeir uppfylla skilyrðin hér að ofan.

Af þeim sem voru atvinnulausir á öðrum ársfjórðungi 2008 voru 1700 búnir að finna vinnu sem hefst síðar, eða 29,6%, 2100 manns eða 36,9% voru búnir að leita skemur en einn mánuð að vinnu. Af þeim sem voru atvinnulausir höfðu 300 manns, eða 5,8% leitað að vinnu í 6 mánuði eða lengur.

Fjöldi starfandi á öðrum ársfjórðungi 2008 var 181.500 manns og fjölgaði um 2.400 frá sama tíma ári áður. Á vinnumarkaði voru alls 187.200 manns sem jafngildir 84% atvinnuþátttöku.

Hagstofan

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK