Ekki nöfn á ömmu og afa úr sveitinni

Nöfnin á bandarísku heildsöluíbúðalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac minna einhverja Bandaríkjamenn eflaust á ömmu og afa úr sveitinni. Nöfnin standa þó ekki fyrir einhverja ákveðna einstaklinga heldur eru þau einfaldlega útfærsla sem óþekktum aðilum datt í hug út frá skammstöfunum sjóðanna.

Fyrst var nafnið Fannie Mae búið til út frá skammstöfuninni á heiti íbúðalánasjóðsins Federal National Mortgage Association, FNMA, sem var stofnaður árið 1938. Síðar kom svo nafnið Freddie Mac fyrir systursjóðinn, sem heitir Federal Home Loan Mortgage Corporation, skammstafað FHLMC. Sá sjóður var stofnaður árið 1970.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK