Ekki nöfn á ömmu og afa úr sveitinni

Nöfn­in á banda­rísku heild­sölu­íbúðalána­sjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac minna ein­hverja Banda­ríkja­menn ef­laust á ömmu og afa úr sveit­inni. Nöfn­in standa þó ekki fyr­ir ein­hverja ákveðna ein­stak­linga held­ur eru þau ein­fald­lega út­færsla sem óþekkt­um aðilum datt í hug út frá skamm­stöf­un­um sjóðanna.

Fyrst var nafnið Fannie Mae búið til út frá skamm­stöf­un­inni á heiti íbúðalána­sjóðsins Feder­al Nati­onal Mort­ga­ge Associati­on, FNMA, sem var stofnaður árið 1938. Síðar kom svo nafnið Freddie Mac fyr­ir syst­ur­sjóðinn, sem heit­ir Feder­al Home Loan Mort­ga­ge Corporati­on, skammstafað FHLMC. Sá sjóður var stofnaður árið 1970.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK