Reglur til að hindra skortsölu

Skortsala, sem margir segja ástæðuna fyrir verðhruni á  hlutabréfamörkuðum, verður takmörkuð af bandarískum yfirvöldum frá og með næsta mánudegi.
Reglugerðin mun hindra ákveðnar tegundir af skortstöðum í stórum fjármálafyrirtækjum, þeirra á meðal íbúðalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac.

Í stuttu máli er talað um skortsölu þegar fjárfestir fær lánuð hlutabréf af eiganda þeirra, selur bréfin og vonast til að verð þeirra lækki. Hann kaupir síðan bréfin aftur, vonandi á lægra verði og skilar þeim á tilteknum tíma til upphaflega eigandans. Mismunurinn á hlutabréfaverðinu er þá hagnaður skortseljarans.

Reglugerðin er sett á í því augnamiði að koma í veg fyrir stýringu á markaðsverðum, að því er segir á vef BBC. Hún kemur fram í kjölfar nær gjaldþrots fjárfestingabankans Bear Stearns og vandræða annarra fjármálafyrirtækja, svo sem Lehman Brothers.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK