Verð á hráolíu hefur lækkað í dag um 0,2% og kostar fatið nú, á hádegi í New York, rúma 134 dali. Olían hefur þannig lækkað um 13 dali, eða 8,9%, frá 147 dala meti síðustu viku samhliða því sem eftirspurn í Bandaríkjunum hefur dregist saman.
Þá hafa væntanlegir samningar milli Bandaríkjanna og Íran dregið úr áhyggjum, samkvæmt vef Bloomberg.
Í hverju hráolíufati eru tæpir 159 lítrar og verð á lítra er því, miðað við núverandi gengi, tæpar 65 krónur.