Cleese fórnarlamb fasteignaverðs

John Cleese.
John Cleese. Reuters

John Cleese er nú orðinn fórnarlamb fasteignaverðlækkana í Bandaríkjunum. Leikarinn, sem eitt sinn var kenndur við Monty Python en er nú af sumum kenndur við Kaupþing, neyddist til að selja villu sína í Kaliforníu með 40% afslætti, miðað við upphaflegt kaupverð.

Húsið í Montecito var áður metið á 2,2 milljarða króna en var selt á 1,3 milljarða króna. Samkvæmt Daily Mail er það skilnaður Cleese við Alice Faye sem hefur leitt hann til sölunnar. Faye hefur krafist tveggja fasteigna af Cleese, helmingi tekna hans frá giftingu þeirra árið 1992 auk greiðslna upp á rúmar 140 milljónir króna á ári.

Cleese virðist þar með einnig orðinn fórnarlamb hærri skilnaðartíðni sem spáð  er nú í erfiðara efnahagsumhverfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK