Coca-Cola selur minna vestanhafs

Minni sala á vatni og gosdrykkjum vestanhafs er sögð skýring þess að helsti átappari Coca-Cola lækkaði verðmat á eignum sínum í N-Ameríku um 5,3 milljarði dala, 408 milljarða króna.

Hagnaður stærsta gosdrykkjaframleiðanda heims nam um 110 milljörðum króna á öðrum fjórðungi ársins. Um er að ræða 23% samdrátt frá fyrra ári.  Að afskriftunum frátöldum var hagnaðurinn þó yfir væntingum, að því er segir á vef Bloomberg.

Söluaukning í Kína, Rómönsku Ameríku og Austur-Evrópu hefur vegið á móti minnkandi sölu í Bandaríkjunum. Þá hafa margir bent á að lítið rúm sé til vaxtar í Bandaríkjunum  þar sem markaðurinn er mettaður og bankabækur neytenda ekki upp á sitt besta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK