Ein og hálf landsframleiðsla í erlendum eignum

Bein eign Íslendinga í erlendum fyrirtækjum í árslok svaraði til hálfrar annarrar landsframleiðslu síðasta árs. Alls var bein fjármunaeign Íslendinga erlendis 1.732 milljarðar króna um síðustu áramót.

Hrein staða þjóðarbúsins hefur versnað töluvert undanfarin ár samkvæmt opinberum tölum Seðlabankans. Þetta er þrátt fyrir að Íslendingar hafi fjárfest meira erlendis en útlendingar hér á landi, en munurinn liggur í auknum erlendum skuldum, að því er fram kemur í Morgunkorni Glitnis.

Stærstur hluti beinnar fjárfestingar Íslendinga er á sviði fjármálaþjónustu, eign í þeim geira nam 581 milljarði króna í árslok. Ef með er taldar eignir íslenskra eignarhaldsfélaga skráðra í Hollandi er upphæðin þó 636 milljarðar króna.

Þá jukust eignir Íslendinga í Finnlandi um tæpa 150 milljarða króna á síðasta ári.

Stærstur hluti fjármunaeignar útlendinga á Íslandi er einnig í fjármálageiranum, en þar næst í stóriðju. Greining Glitnis bendir á í Morgunkorni að heppilegra væri að fjármunaeign erlendra aðila hér á landi dreifðist á fleiri atvinnugreinar en stóriðju, og í heild væri æskilegt að auka hana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK