Endurskoðuð verðbólguspá Glitnis

Glitnir hefur nú sent út endurskoðaða verðbólguspá í Morgunkorni sínu. Spá Glitnis gerði áður ráð fyrir 1,6% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í júlí en ný spá hljóðar upp á 1,1% hækkun VNV í júlí sem þýðir 13,7 verðbólgu á ársgrunvelli. Í júní var ársverðbólgan 12,7%.

Í Morgunkorni segir að helstu ástæður endurskoðunar séu: 

„að gengi krónu var hærra í viðmiðunarvikunni en gert var ráð fyrir auk þess sem olíuverð lækkaði á heimsmarkaði í vikunni. Bensínverð hefur því hækkað minna frá miðjun júnímánuði, þegar verðmæling VNV í júní stóð yfir, en spáð var í byrjun mánaðarins. Þá hafa bifreiðaumboðin ekki hækkað verð á nýjum bílum í eins miklum mæli og áætlað var.“

Bent er á að, til hækkunar verðbólgu komi matur og drykkjarvörur, húsnæði,  húsgögn og heimilisbúnaður ásamt undirliðnum ferðir og flutningar. Hins vegar komi útsölur á fatnaði og skóm að hafa áhrif til lækkunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK