Bandaríski tölvuframleiðandinn Apple Inc. hagnaðist vel á öðrum fjórðungi ársins en hagnaðurinn jókst um 31% miðað við sama tímabil í fyrra og var meiri en sérfræðingar höfðu spáð. Mikil eftirspurn eftir Macintosh tölvum og iPod spilurum er helsta ástæðan.
Hagnaðurinn nam 1,07 milljón dala eða 1,19 dölum á hlut, sem er 11 sentum meira en spáð var. Tekjur jukust um 38% og og námu 7,46 milljörðum dala.
Fyrirtækið seldi 2,5 milljónir Macintosh tölvur á tímabilinu, sem er 41% aukning milli ára. Þá jókst sala á iPod um 12%.