Spá hámarks verðbólgu í ágúst

Verðbólgan mun ná hámarki sínu í ágúst og  og verður þá í rúmum 14% að mati greiningardeildar Landsbankans, sem  birti í morgun verðbólguspá sína til ársins 2010. Þar er því spáð að með stöðugra gengi í haust, fari að draga úr verðhækkunum. Verðbólgan næstu 12 mánuði fari síðan niður í  rúm 5% að því gefnu að forsendur greiningardeildarinnar gangi eftir.

Í spánni segir að gera megi ráð fyrir að það  taki lengri tíma en reiknað var með fyrir verðbólguna að hjaðna. Krónan sé veikari en búist var við og útlit sé fyrir að svo verði í bráð á með vísan til alþjóðlegu fjármálakreppunnar. 

Greiningardeildin spáir tvöföldun atvinnuleysis fyrir áramót og telur að kólnun á vinnumarkaði muni gegna lykilhlutverki. Hækkun taxtalauna og minni lækkun hærri launa komi fram í minni kostnaðarþrýsting og þar með minni verðbólguþrýstingi.

Sama gildir um samdrátt í fjárfestingu og einkaneyslu sem dragi einnig úr verðbólguþrýstingi. 

Hvað fasteignaverð varðar gerir er spáð 10% verðlækkun í stað 5% áður og viðsnúningur á fasteignamarkaði taki lengri tíma, verði á fyrri hluta ársins 2010 í stað 2009 áður.

Greiningardeildin spáir því að verðbólgumarkmiðið, 2,5% náist í lok árs 2009.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK