Gríðarlegt tap hjá Wachovia

.
. mbl.is

Wachovia, sem er fjórði stærsti banki Banda­ríkj­anna,tapaði um 8,9 millj­örðum dala á öðrum árs­fjórðungi, jafn­v­irði rúmra 700 millj­arða króna. 

Hagnaður á hlut hrundi úr 37,5 sent­um, niður í 5 sent á hlut. Bank­inn hef­ur til­kynnt um fækk­un rúm­lega 10.000 starfs­manna, sem er um 5% af mannafla bank­ans. Strax verður sagt upp 6.350 og ekki ráðið í stöður sem losna.

Gengi bréfa í bank­an­um féll strax um 10% við frétt­irn­ar, en alls hef­ur það fallið um 65% á ár­inu.

Skulda­trygg­ingarálag Wachovia hækkaði um 10 punkta og stend­ur í 315.

Moo­dy's lækkaði láns­hæf­is­mat bank­ans úr Aa3 í A1.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK