Wachovia, sem er fjórði stærsti banki Bandaríkjanna,tapaði um 8,9 milljörðum dala á öðrum ársfjórðungi, jafnvirði rúmra 700 milljarða króna.
Hagnaður á hlut hrundi úr 37,5 sentum, niður í 5 sent á hlut. Bankinn hefur tilkynnt um fækkun rúmlega 10.000 starfsmanna, sem er um 5% af mannafla bankans. Strax verður sagt upp 6.350 og ekki ráðið í stöður sem losna.
Gengi bréfa í bankanum féll strax um 10% við fréttirnar, en alls hefur það fallið um 65% á árinu.
Skuldatryggingarálag Wachovia hækkaði um 10 punkta og stendur í 315.
Moody's lækkaði lánshæfismat bankans úr Aa3 í A1.