Hátt skuldatryggingarálag bankanna til umræðu erlendis

Hátt skuldartryggingarálag, Glitnis og Kaupþings Landsbankans er tekið til umfjöllunar á vef The Financial Times í dag, eftir að það fór yfir 1.000 punkta og stóð í 1.025 punktum í gær.

Bent er á að skuldtryggingaálag bankanna sé að verða komið í sömu methæðir og það náði í mars. en í maí var það komið niður í 400 punkta og hefur verið að hækka síðan. 

Hjá Landsbankanum er það í 655 punktum en var í 193 punktum fyrir tveimur mánuðum.

Þetta hátt skuldatryggingarálag nú, þýðir að  miðlarar borga 1 milljón á ári, til að tryggja að bankinn endurgreiði 10 milljónir, en viðmiðunartímabil er yfirleitt 5 ár. Fyrir ári síðan borguðu þeir 30.000.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka