Heimsmarkaðsverð á hráolíu heldur enn áfram að lækka og nemur lækkunin nú tæpum 1,5% eða um 2 dölum. Stendur tunnan nú í 126,52 dölum. Er orsök lækkunarinnar meðal annars að finna í því að, að fellibylurinn Dolly, mun væntanlega fara framhjá Mexíkó flóa auk þess sem dalurinn hefur verið að hækka.