Spá stýrivaxtalækkun í nóvember

Seðlabank­inn mun hefja stýri­vaxta­lækk­un­ar­ferli sitt í nóv­em­ber en ekki á fyrsta fjórðungi næsta árs, seg­ir í stýri­vaxta­spá Lands­bank­ans sem birt var í morg­un.

Þar sem alþjóðlega láns­fjár­krepp­an og mik­il skuld­setn­ing fái stýri­vext­ina til að virka sem aldrei fyrr, megi telja lík­legt að óbreytt­ir stýri­vext­ir geti valdið meiri efna­hags­sam­drætti en Seðlabank­inn hafði gert ráð fyr­ir næstu árin. 

Í spánni seg­ir jafn­framt, að þar sem veru­lega hafi dregið úr verðbólgu­vænt­ing­um næstu mánuði, sé hætta á víxl­verk­un launa og verðlags minni en áður enda leggi Seðlabank­inn of­urkapp á að koma í veg fyr­ir að það ger­ist.

Gert er ráð fyr­ir að at­vinnu­laus­um fjölgi um 2.000 manns, fram að ára­mót­um og það ásamt ásætt­an­legri geng­isþróun krónu og lækkuðu fast­eigna­verði geti dregið úr verðbólgu. Það ásamt hverf­andi viðskipta­halla við út­lönd gefi Seðlabank­an­um færi á að lækka stýri­vexti fyrr en ella. Því verði ekki nauðsyn á að bíða fram yfir kjara­samn­inga líkt og Seðlabank­inn hafði reiknað með.

Hins veg­ar sé skilj­an­legt að hik sé að Seðlabanka­mönn­um í ljósi þess að þeir spari­fjár­eig­end­ur, sem hafa reynt að ávaxta fé sitt með óverðtryggðum, ís­lensk­um vöxt­um hafa fengið nei­kvæða ávöxt­un síðustu fjóra mánuði, þ.e. spari­fé þeirra hef­ur rýrnað.

Að lok­um seg­ir:

„Við ger­um hins veg­ar ráð fyr­ir að verðbólga lækki mjög hratt á næstu mánuðum og að raun­stýri­vext­ir hækki svo um mun­ar. Gangi spá Seðlabank­ans sjálfs eft­ir um stýri­vexti og verðbólgu á fyrsta fjórðungi 2009 verða raun­stýri­vext­ir á tíma­bil­inu 10-15% á árs­grund­velli. Við telj­um ekki að svo mik­il aðhalds­semi sé æski­leg í nú­ver­andi efna­hags­ástandi og reikn­um með að bank­inn lækki vexti í nóv­em­ber.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK