Sérfræðingur fjárfestingabankans Merrill Lynch sagði í fréttum Sjónvarpsins í kvöld, að hátt skuldatryggingarálag íslensku bankanna sýna vantrú markaðarins á að þeir geti greitt skuldir sínar.
Þá sagði sérfræðingurinn, að markaðurinn túlki aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda þannig, að þau vilji helst að bankarnir lendi í greiðsluþroti og í kjölfarið verði hægt að þjóðnýta þá.