Spá lítilli styrkingu krónu

Geng­is­vísi­tala krón­unn­ar verður í kring­um 158 stig um ára­mót­in, gangi spá grein­ing­ar­deild­ar Glitn­is eft­ir. Í spánni er gert ráð fyr­ir því að gengi evr­unn­ar verði 123 krón­ur í árs­lok og Banda­ríkja­dals 79 krón­ur. Gengi evr­unn­ar er nú um 127 krón­ur og doll­ar­ans 81 króna.

Á nýju ári reikn­ar grein­ing­ar­deild­in með nokkuð örri geng­is­hækk­un krón­unn­ar sam­hliða betra ytra jafn­væg­is í þjóðarbú­skapn­um og batn­andi ástandi á fjár­mála­mörkuðum. Þá seg­ir í spánni að gengi krónu hækki um 12% á fyrri hluta næsta árs og 8% á síðari hluta árs­ins. Geng­is­vísi­tal­an verði í kring­um gildið 130 í lok næsta árs, evr­an í 101,5 krón­um og dal­ur­inn í ríf­lega 65 krón­um.

Vaxta­lækk­an­ir fyrr en áður var talið

Grein­ing­ar­deild­in tel­ur jafn­framt að Seðlabank­inn sjái svig­rúm til vaxta­lækk­un­ar fyrr en gert er ráð fyr­ir í nýrri spá bank­ans. „Við reikn­um með að geng­isáhrif vegna veik­ing­ar krónu á ár­inu séu þegar að mestu kom­in fram í verðlagi og að verðbólga nái há­marki í haust. Þá reikn­um við með að það dragi úr verðbólguþrýst­ingi eft­ir því sem líður á árið. Því til viðbót­ar eru þegar kom­in fram skýr merki þess að farið sé að hægja á vexti inn­lendr­ar eft­ir­spurn­ar, og raun­ar tals­vert hraðar en gert er ráð fyr­ir í nýrri þjóðhags­spá Seðlabank­ans,“ seg­ir í Morgun­korni grein­ing­ar­deild­ar­inn­ar. 

Því er í spánni gert ráð fyr­ir því að Seðlabank­inn hefji lækk­un­ar­ferli stýri­vaxta sinna í nóv­em­ber og lækki vexti um 0,50 pró­sentu­stig í 15%. Hins veg­ar séu verðbólgu­horf­ur nú verri á seinni hluta spá­tím­ans en grein­ing­ar­deild­in hafði áður gert ráð fyr­ir. Af þeim sök­um reikn­ar hún með hæg­ara lækk­un­ar­ferli vaxta nú og spá­ir því að stýri­vext­ir verði 9% í lok næsta árs.

Spá Grein­ing­ar Glitn­is á .pdf formi

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK