Bandarískum fasteignabönkum hjálpað

Leiðtogar Bandaríkjaþings kynna nýju lögin á blaðamannafundi í dag.
Leiðtogar Bandaríkjaþings kynna nýju lögin á blaðamannafundi í dag. Reuters

Bandaríkjaþing samþykkti í dag lög, sem ætlað er koma þarlendum fasteignalánasjóðum til aðstoðar. George W. Bush, Bandaríkjaforseti, mun án tafar skrifa undir lögin.

Óvenjulegt er að Bandaríkjaþing komi saman um helgi en það undirstrikar hvað þingmönnum þykir mikilvægt að grípa til aðgerða til að koma ró á fasteignamarkaðinn. Bæði fulltrúadeild og öldungadeild þingsins samþykktu frumvarpið í dag.

Lögunum er einkum ætlað að koma í veg fyrir að sjóðirnir Fannie Mae og Freddie Mac lendi í greiðsluþroti en útlán þeirra nema samtals um 5 billjónum dala, sem er um helmingur af öllum fasteignalánum í Bandaríkjunum.

Með nýju lögunum verður fasteignaeigendum gert kleift að skuldbreyta lánum og einnig munu fasteignalánasjóðirnir geta keypt ríkistryggð lán. Gert er ráð fyrir að stofnaður verði 300 milljarða dala neyðarsjóður, sem notaður verði í þessum tilgangi.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK