Bandarískum fasteignabönkum hjálpað

Leiðtogar Bandaríkjaþings kynna nýju lögin á blaðamannafundi í dag.
Leiðtogar Bandaríkjaþings kynna nýju lögin á blaðamannafundi í dag. Reuters

Banda­ríkjaþing samþykkti í dag lög, sem ætlað er koma þarlend­um fast­eignalána­sjóðum til aðstoðar. Geor­ge W. Bush, Banda­ríkja­for­seti, mun án taf­ar skrifa und­ir lög­in.

Óvenju­legt er að Banda­ríkjaþing komi sam­an um helgi en það und­ir­strik­ar hvað þing­mönn­um þykir mik­il­vægt að grípa til aðgerða til að koma ró á fast­eigna­markaðinn. Bæði full­trúa­deild og öld­unga­deild þings­ins samþykktu frum­varpið í dag.

Lög­un­um er einkum ætlað að koma í veg fyr­ir að sjóðirn­ir Fannie Mae og Freddie Mac lendi í greiðsluþroti en út­lán þeirra nema sam­tals um 5 bill­jón­um dala, sem er um helm­ing­ur af öll­um fast­eignalán­um í Banda­ríkj­un­um.

Með nýju lög­un­um verður fast­eigna­eig­end­um gert kleift að skuld­breyta lán­um og einnig munu fast­eignalána­sjóðirn­ir geta keypt rík­is­tryggð lán. Gert er ráð fyr­ir að stofnaður verði 300 millj­arða dala neyðarsjóður, sem notaður verði í þess­um til­gangi.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK