UBS-bankinn í enn frekari vanda

AP

Hremmingar svissneska bankarisans UBS virðast engan enda ætla að taka. Fáir bankar, ef einhverjir, hafa þurft að afskrifa jafn miklar eignir vegna ólgunnar á fjármálamörkuðum og gengi hlutabréfa bankans hefur lækkað mikið á undanförnum mánuðum.

Nú hefur Andrew Cuomo, saksóknari í New York-fylki, ákveðið að höfða mál á hendur bankanum fyrir að hvetja viðskiptavini vísvitandi til þess að kaupa langtímaskuldabréf sem vitað var að yrðu verðlaus eftir því sem fjármálakreppan yndi upp á sig. Um er að ræða skuldabréf sveitarfélaga, námslánafyrirtækja og sjóða en um 50 þúsund viðskiptavinir UBS keyptu skuldabréf fyrir 25 milljarða dala.

Cuomo hefur rannsakað mál þetta á hendur UBS síðan í apríl og hefur 18 bönkum og miðlarafyrirtækjum verið tilkynnt að þau liggi undir grun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK