Tap á rekstri 365 hf. var 1147 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi eftir skatta samanborið við 45 milljóna króna tap má sama tímabili í fyrra. Fyrrihluta ársins var 2117 milljóna króna tap á rekstrinum samanborið við 80 milljóna króna tap á fyrri hluta síðasta árs.
Fjármagnskostnaður á fyrri hluta ársins var 1782 milljónir króna og þar af 1083 milljónir vegna gengistaps. Heildarafskriftir voru 702 milljónir og þar af niðurfærsla viðskiptavildar að upphæð 438 milljónir.
Tekjur fyrri hluta árs jukust um 27% frá fyrra ári og námu 6981 milljónum. Handbært fé frá rekstri fyrir greiðslu vaxta var 683 milljónir.
Í tilkynningu frá 365 segir, að stjórnendur telji að reksturinn verði ekki langt frá útgefnum áætlunum, sem telja megi viðunandi miðað við þær erfiðu aðstæður sem nú ríkja í íslensku efnahagslífi. Félagið verður afskráð úr Kauphöll Íslands 8. ágúst.