Olíuverð hækkar töluvert

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað þó nokkuð í morgun. Ástæðan er sögð vera árásir á olíuvinnslustöðvar í Nígeríu auk þess sem áhyggjur manna af kjarnorkumálum Írana eru að aukast.

Það sem af er degi hefur verð á framvirkum samningum á markaði í New York hækkað um 1,32% og kostar fatið af olíu nú 124,9 dali en dægurverð á olíu af Brent-svæðinu í Norðursjó kostar 125,5 dali og hefur hækkað um 1,44%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka