Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkar enn og hefur það að sögn Bloomberg ekki verið lægra í 12 vikur en nú. Dægurverð á fati af hráolíu á markaði í New York kostar nú 122,19 dali sem er 2,04% lækkun frá því í gær. Framvirkur samningur á sama markaði kostar 121,69 dali, 2,44% lækkun.
Gengi Bandaríkjadals hefur styrkst gagnvart öðrum miðlum og sjást merki þess á olíuverðinu en auk þess hefur eftirspurn eftir olíu dregist saman í Bandaríkjunum, einmitt vegna hins háa verðs. Olíuverð er mjög næmt fyrir framboði og eftirspurn í Bandaríkjunum.
Dægurverð á fati af hráolíu af Brent-svæðinu í Norðursjó kostar 121,95 dali og lækkaði það um 2,47%.