Olíuverð heldur áfram að lækka

Heims­markaðsverð á hrá­ol­íu lækk­ar enn og hef­ur það að sögn Bloom­berg ekki verið lægra í 12 vik­ur en nú. Dæg­ur­verð á fati af hrá­ol­íu á markaði í New York kost­ar nú 122,19 dali sem er 2,04% lækk­un frá því í gær. Fram­virk­ur samn­ing­ur á sama markaði kost­ar 121,69 dali, 2,44% lækk­un.

Gengi Banda­ríkja­dals hef­ur styrkst gagn­vart öðrum miðlum og sjást merki þess á olíu­verðinu en auk þess hef­ur eft­ir­spurn eft­ir olíu dreg­ist sam­an í Banda­ríkj­un­um, ein­mitt vegna hins háa verðs. Olíu­verð er mjög næmt fyr­ir fram­boði og eft­ir­spurn í Banda­ríkj­un­um.

Dæg­ur­verð á fati af hrá­ol­íu af Brent-svæðinu í Norður­sjó kost­ar 121,95 dali og lækkaði það um 2,47%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka