Evrópskar væntingar í sjö ára lægð

Væntingar evrópskra neytenda hafa ekki verið minni síðan eftir árásirnar á Bandaríkin þann 11.september 2001. Snarhækkandi hrávöruverð og áframhaldandi styrking evrunnar gagnvart Bandaríkjadal valda áhyggjum meðal neytenda og ráðamanna fyrirtækja.

Á vef Bloomberg kemur fram að væntingavísitala Evrópuráðsins féll um 5,3 stig og hefur ekki fallið viðlíka mikið síðan í október 2001. Mesta verðbólga á evrusvæðinu í 16 ár, til viðbótar við lánsfjárkreppuna veldur seðlabanka Evrópu vandræðum.

Evran veiktist gagnvart dollaranum við þessi tíðindi. Fyrr í þessum mánuði kom fram að ekki hefur dregið meira úr framleiðslu á evrusvæðinu síðan í júlí 2003. Væntingarnar, sem og neikvæð gögn um framleiðslu og einkaneyslu, benda til kreppuverðbólgu, verðbólgu samhliða efnahagssamdrætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK