Evrópskar væntingar í sjö ára lægð

Vænt­ing­ar evr­ópskra neyt­enda hafa ekki verið minni síðan eft­ir árás­irn­ar á Banda­rík­in þann 11.sept­em­ber 2001. Snar­hækk­andi hrávöru­verð og áfram­hald­andi styrk­ing evr­unn­ar gagn­vart Banda­ríkja­dal valda áhyggj­um meðal neyt­enda og ráðamanna fyr­ir­tækja.

Á vef Bloom­berg kem­ur fram að vænt­inga­vísi­tala Evr­ópuráðsins féll um 5,3 stig og hef­ur ekki fallið viðlíka mikið síðan í októ­ber 2001. Mesta verðbólga á evru­svæðinu í 16 ár, til viðbót­ar við láns­fjár­krepp­una veld­ur seðlabanka Evr­ópu vand­ræðum.

Evr­an veikt­ist gagn­vart doll­ar­an­um við þessi tíðindi. Fyrr í þess­um mánuði kom fram að ekki hef­ur dregið meira úr fram­leiðslu á evru­svæðinu síðan í júlí 2003. Vænt­ing­arn­ar, sem og nei­kvæð gögn um fram­leiðslu og einka­neyslu, benda til kreppu­verðbólgu, verðbólgu sam­hliða efna­hags­sam­drætti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK