Olíuverð hækkaði skyndilega á heimsmarkaði í dag um 4,14 dali tunnan og var 126,33 dalir á tunnu á markaði í New York undir kvöld. Ástæðan er tölur, sem birtust í Bandaríkjunum og sýndu að bensínbirgðir í Bandaríkjunum minnkuðu um 3,5 milljónir tunna í stað þess að aukast um 400 þúsund tunnur eins og sérfræðingar höfðu spáð.
Skýrsla frá fjárfestingarbankanum Goldman Sachs þar sem því er spáð að verð á olíu kunni að fara í 149 dali undir lok ársins hefur einnig haft áhrif.