Olíuverð komið undir 122 dali

Reuters

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað lítillega í dag og er nú komið undir 122 dali á fatið. Líklegur samdráttur í eftirspurn bandarískra neytenda er talin helsta skýringin á þessu.

Búist er við staðfestingu á þessum samdrætti síðar í dag, þegar orkumálastofnun Bandaríkjanna gefur út vikulegt yfirlit sitt yfir olíubirgðir.

Hæst fór olíuverð í 147,27 Bandaríkjadali þann 11.júlí síðastliðinn.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK