118.000 króna gróði á sekúndu

Bensínstöð Exxon í Richmond í Virginíu.
Bensínstöð Exxon í Richmond í Virginíu. AP

Olíu­fé­lög hagn­ast vel um þess­ar mund­ir. Í morg­un birti hol­lenska fé­lagið Shell upp­gjör sem sýndi 11,6 millj­arða dala hagnað á öðrum árs­fjórðungi en banda­ríska fé­lagið Exxon Mobil bætti um bet­ur og hagnaðist um 11,68 millj­arða dala. Það svar­ar til 930 millj­arða króna eða 118 þúsund króna á sek­úndu.

Þetta er Banda­ríkja­met í gróða á ein­um árs­fjórðungi. Fyrra metið átti Exxon einnig, 11,66 millj­arðar dala á fjórða árs­fjórðungi síðasta árs. Af­kom­an nú var þó ekki eins og góð og sér­fræðing­ar á Wall Street höfðu spáð og gengi bréfa fé­lags­ins lækkuðu um 2% í viðskipt­um áður en kaup­höll­in á Wall Street var opnuð í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka