15,4 milljarða hagnaður Kaupþings

Hagnaður hlut­hafa Kaupþings eft­ir skatta á öðrum árs­fjórðungi nam 15,4 millj­örðum króna sam­an­borið við 25,5 millj­arða á sama tíma­bili 2007. Fyrri hluta árs­ins nem­ur hagnaður bank­ans eft­ir skatta 34,1 millj­arði en var 45,8 millj­arðar fyrstu sex mánuði síðasta árs.

Grein­ing Glitn­is spáði því að hagnaður Kaupþings yrði 13,8 millj­arðar á öðrum árs­fjórðungi.

Arðsemi eig­in fjár á fyrri helm­ingi árs­ins var 19,8% á árs­grund­velli en var 32% sama tíma­bil 2007. Arðsem­in var 16,1% á öðrum árs­fjórðungi en var 36,6% á sama tíma­bili í fyrra. Grunn­tekj­ur (hrein­ar vaxta­tekj­ur og þókn­ana­tekj­ur) juk­ust um 15,3% og námu 73,4 millj­örðum á fyrri helm­ingi árs­ins. Inn­lán juk­ust um 400 millj­arða öðrum árs­fjórðungi  og inn­lán sem hlut­fall af út­lán­um til viðskipta­vina juk­ust úr 36% í 44%.

Eigið fé hlut­hafa jókst um 78,6 millj­arða á fyrri helm­ingi árs­ins og eig­in­fjár­hlut­fall var 11,2%. Heild­ar­eign­ir námu 6604 millj­örðum króna í lok júní og juk­ust um 23,5% í ís­lensk­um krón­um en dróg­ust sam­an um 9% í evr­um frá ára­mót­um. 

Hreiðar Már Sig­urðsson, for­stjóri Kaupþings, seg­ir í til­kynn­ingu að rekst­ur bank­ans gangi vel og mest sé um vert er að bank­an­um hafi tek­ist að verja eig­in­fjár- og lausa­fjár­stöðu sína. Geng­is­vörn bank­ans og verðtryggðar eign­ir í eigna­safni hans hafi varið bank­ann fyr­ir óróa í hag­kerfi Íslands.

Þá hafi gengið mjög vel  að afla inn­lána sem hafi auk­ist 28% á öðrum árs­fjórðungi og horf­ur séu á því að þau mark­mið bank­ans ná­ist að hlut­fall inn­lána á móti út­lán­um til viðskipta­vina kom­ist yfir 50% fyr­ir árs­lok. Bank­inn sé því vel fjár­magnaður og lausa­fjárstaðan traust.

Loks seg­ir Heiðar Már að Kaupþing sé ekki frek­ar en aðrir bank­ar ónæmt fyr­ir þeim erfiðleik­um sem nú ein­kenni alþjóðlega fjár­mála­markaði. Hins veg­ar sé rekst­ur bank­ans land­fræðilega vel dreifður, áhættu­stýr­ing bank­ans öfl­ug og gæði eigna enn mjög mik­il. Stjórn­end­ur Kaupþings telji eigna­safn bank­ans sé vel í stakk búið til að mæta áfram­hald­andi erfiðleik­um á fjár­mála­mörkuðum.

Til­kynn­ing Kaupþings 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK