930 milljarða gróði á þremur mánuðum

Reuters

Hagnaður olíufélagsins Royal Dutch Shell PLC. nam 11,6 milljörðum dala, jafnvirði 930 milljarða króna, á öðrum ársfjórðungi og jókst um 33% frá árinu á undan. Er þetta methagnaður hjá fyrirtækinu, sem skýrist aðallega af háu eldsneytisverði og lágu gengi bandaríkjadals.

Jeroen van der Veer, forstjóri Shell, sagði í tilkynningu að afkoman væri „samkeppnishæf". 

Almennt hafði verið búist við þessari niðurstöðu og hækkuðu bréf Shell aðeins um 1,2% í viðskiptum í kauphöllinni í Amsterdam í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK