Exista tapar 4,2 milljörðum króna

mbl.is

Fjár­mála­fyr­ir­tækið Ex­ista tapaði um 38,4 millj­ón­um evra sem jafn­gild­ir um 4,2 millj­örðum ís­lenskra króna á öðrum árs­fjórðungi. Tap fyrstu sex mánuði árs­ins er 82,2 millj­ón­ir evra  eða um 9 millj­arðar ís­lenskra króna. Á fyrri hluta síðasta árs var 862,1 millj­ón­ar evra hagnaður af rekstr­in­um.

Lýður Guðmunds­son, stjórn­ar­formaður Ex­ista, seg­ir í til­kynn­ingu að í ljósi ríkj­andi markaðsaðstæðna séu stjórn­end­ur sátt­ir við niður­stöðu árs­fjórðungs­ins og á umróts­tím­um á fjár­mála­mörkuðum hafi verið lögð áhersla á að standa vörð um traust­ar und­ir­stöður fé­lags­ins.

„Rekst­ur fyr­ir­tækja okk­ar geng­ur vel og við höf­um mikla trú á þeim til framtíðar, þótt verðmynd­un á markaði sé veik um þess­ar mund­ir," seg­ir Lýður.

Upp­gjörið er birt í heild sinni hér 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK