Segir uppgjör Kaupþings valda vonbrigðum

Andreas Håkanson, greinandi hjá UBS í Svíþjóð, segir uppgjör Kaupþings hafa valdið sér vonbrigðum og vísar hann þar með sérstaklega til lánataps bankans og hás kostnaðar.

Í samtali við fréttastofuna Direkt segir Håkanson að verðbólga og staða krónunnar veiki horfur bankans auk þess sem útlánastaða bankans í Bretlandi valdi áhyggjum.

Direkt hefur einnig rætt við Geoff Dawes, greinanda hjá Fox Pitt-Kelton sem segir að þrátt fyrir að hreinar vaxtatekjur séu góðar megi hafa áhyggjur af ýmsu í uppgjörinu og nefnir hann sérstaklega mikilvægi bresks fasteignamarkaðar í lánasafni bankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK