7,6 milljarða hagnaður Glitnis

mbl.is/ÞÖK

Hagnaður samstæðu Glitnis nam 7,6 milljörðum króna eftir skatta á öðrum ársfjórðungi samanborið við 9,5 milljarða króna hagnað á sama tímabili á síðasta ári. Fyrri hluta ársins nam hagnaður bankans 13,4 milljörðum samanborið við 16,5 milljarða hagnað fyrri hluta ársins 2007.

Lárus Welding, forstjóri Glitnis, segist í tilkynningu vera afar sáttur við afkomuna og bankinn hafi með skýrri stefnumörkun og skipulögðum aðgerðum sýnt mikinn styrk við erfiðar aðstæður á alþjóðlegum fjármálamörkuðum á þessu ári.

Þá segir Lárus, að bankinn hafi aflað um 2,4 milljarða evra í fjármögnun á fyrstu sex mánuðum ársins. Þá hafi bankinn endurgreitt andvirði 2,1 milljarða evra sem voru á gjalddaga á árinu. Þrátt fyrir þetta og mikla veikingu krónunnar hafi eiginfjárhlutfall bankans hækkað frá því á síðasta ársfjórðungi  í 11,2%. 

Lárus segir að Glitnir muni einbeita sér að kjarnastarfseminni og nýta þau tengsl sem hafi verið byggð upp  í sjávarútvegi og endurnýjanlegri orku. Ekki sé gert ráð fyrir að alþjóðlegir fjármagnsmarkaðir opnist í bráð en lausafjárstaða bankans sé góð og honum séu ýmsar leiðir færar í fjármögnun. 

Fram kemur í tilkynningu Glitnis, að arðsemi eigin fjár var 17% á ársgrundvelli samanborið við 15% á fyrri ársfjórðungi. Hreinar rekstrartekjur voru 26,9 milljarðar króna, jukust um 5% frá síðasta ársfjórðungi og hafa aldrei verið hærri. Hreinar vaxtatekjur á 2. ársfjórðungi voru 17,8 milljarðar og jukust um 29% frá fyrra ársfjórðungi

Gjöld námu 14,8 milljörðum króna sem er 7,2% hækkun frá 1. ársfjórðungi.  Samdráttur var á lánasafni bankans, leiðrétt fyrir gengi og verðbólgu, upp á 2% á 2. ársfjórðungi Lausafjárstaða hefur haldist traust og nam 8,1 milljarði evra í lok annars ársfjórðungs. 

Tilkynning Glitnis

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK