Enn dregur úr jeppasölu vestanhafs

Smart-smábíllinn frá Daimler selst vel í Bandaríkjunum.
Smart-smábíllinn frá Daimler selst vel í Bandaríkjunum. AP

Bílasmiðjurnar Ford og Toyota greindu frá því í dag að mikill samdráttur hafi verið á sölu jeppa og pallbíla fyrirtækjanna í Bandaríkjunum í júlí. Aftur á móti sagði Daimler AG að góð sala væri á tveggja manna smábílum sínum, og Toyota annar ekki eftirspurn eftir tvinnbílnum Prius.

Heildarsamdráttur í sölu Toyota í Bandaríkjunum nam 12% í síðasta mánuði, og 15% hjá Ford. Aftur á móti jókst salan hjá Daimler, sem framleiðir Mercedes Benz, um rúmlega 25 prósent.

Samdrátturinn í sölu á jeppum og pallbílum nam 27% hjá Toyota, og 22% hjá Ford. Aftur á móti jók Ford sölu á fólksbílnum Focus um 16%. 

Daimler hóf sölu á Smart smábílnum, sem er tveggja manna, í Bandaríkjunum í janúar, og hefur það sem af er ári selt þar um 14 þúsund slíka. Mest hefur þó söluaukningin orðið á hinum hefðbundnu C og E gerðum Benz.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK