HP Farsímalagerinn gjaldþrota

Verslun Hans Petersen í Kringlunni hefur verið lokað.
Verslun Hans Petersen í Kringlunni hefur verið lokað.

Stjórn HP Farsímlagersins ehf., sem hefur rekið verslanir Hans Petersen, ákvað í dag að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. Fram kemur á heimasíðu Hans Petersen, að verslunum félagsins í Smáralind og Kringlunni hafi verið lokað í gær og starfsmönnum tilkynnt um rekstrastöðvun.

Í dag tók nýtt rekstrarfélag, Verslanir Hans Petersen ehf., við rekstri verslana HP Farsímalagersins ehf. á Laugavegi 178 og Bankastræti 4. Segir á heimasíðunni, að það félag geti tryggt hluta starfsmanna framtíðarstörf. Samkvæmt upplýsingum frá Hans Petersen voru fastráðnir starfsmenn um 20 talsins.

HP Farsímalagerinn rak sjö smásöluverslanir, fjórar undir nafni Hans Petersen í Kringlunni, í Smáralind, á Laugavegi 178 og Bankastræti 4 og þrjár undir nafni Farsímalagersins.is  í Miðhrauni í Garðabæ, við Laugaveg 178 og í Smáralind. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK