Olíuverð hækkar á ný

Verð á hráolíu fór yfir 126 dali í viðskiptum í Asíu í nótt. Er verðhækkunin rakin til þess, að miðlarar óttist að deilur Írana við umheiminn leiði til þess að truflun verði á olíuframleiðslu í Miðausturlöndum.

Verð á hráolíu sem afhent verður í september hækkaði um 1,20 dali tunnan í Singapúr og var verðið 126,30 dalir. Brent Norðursjávarolía hækkaði um 95 sent í Lundúnum og kostaði 125,14 dali. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK